Mývatn Tours er fjölskyldufyrirtæki. Það byrjaði allt árið 1980 þegar fólk byrjaði að hafa áhuga á hálendinu og hvað leyndist þar, þá sérstaklega í kringju Dyngjufjöll þar sem Askja er. Það var eldgos árið 1961, þar sem að bílastæðið er og fór niður Drekagil.
Jón Árni Sigfússon var maðurinn sem byrjaði með ferðir í Öskju 1980. Þá tóku ferðirnar mun lengri tíma en í dag því vegurinn var erfiður yfirferðar og bílarnir ekki eins góðir og í dag. Jón Árni hjálpaði til við að finna bestu leiðina inn að Öskju. Í þá daga fóru ferðirnar bara annað hvern dag því þær voru svo langar, 13-16 klukkutíma og jafnvel lengur.
Gísli Rafn Jónsson tók svo við fyrirtækinu þegar faðir hans, Jón Árni fór fór á eftirlaun.
Í dag bjóðum við uppá ferðir inn að Öskju á hverjum degi frá lok Júní til fyrstu vikunnar í September, eftir því hvenær vegurinn opnar og lokar.
Okkur hlakkar til hvert sumar og gerum eins vel og hægt er til að bjóða uppá frábærar ferðir til Öskju.