Öskjuferð og miðar í Jarðböðin og Hvalaskoðun!

Upplifun á Norðurlandi

ASKJA, JARÐBÖÐIN og Hvalaskoðun!

Eftir góðan dag í Öskju er tilvalið að fara í Jarðböðin á eftir og horfa á miðnætursólin hverfa bak við fjöllin í norðri.

Bókaðu ferð í Öskju, miða í Jarðböðin í Mývatnssveit og Hvalaskoðun á 10% afslætti.

Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið. Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. 

Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda. 

Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil. 

Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.

Muna eftir fyrir Öskjuferðina:

1) Hlý föt og góða skó, þar sem veðrið á hálendinu er ófyrirsjáanlegt og getur breyst mjög skyndilega.

2) Mat fyrir daginn. Það eru engar búðir eða veitingastaðir á leiðinni.

3) Handklæði ef þið viljið baða ykkur í Víti (ef aðstæður leyfa).

4) Athugið að það gæti þurft að ganga í snjó frá bílastæðinu í Öskju að Öskjuvatni, svo það er betra að vera með góða skó og auka hlý föt.

Fyrir Jarðböðin þarf:

1) Sundföt og handklæði (Það er hægt að leigja aukalega handklæði í jarðböðunum)

Fyrir Jarðböðin: Við bjóðum afslátt í Jarðböðin en þú ferð þegar þú vilt. Við mælum með því að skella sér eftir Öskjuferðina.

Innifalið fyrir Hvalaskoðunina:

1) Heitt Súkkulaði og Snúðar

2) Hlýjir utanyfirgallar og regnjakkar ef þarf

Athugið: fyrir hvalaskoðunina er farið á skrifstofuna hjá Norðursiglingu á Húsavík.

Brottför:  Rútan fer frá skrifstofunni okkar, Arnarnes, Vegur númer. 848. 2 km sunnan við Reykjahlíð. 
Arnarnes, 660 Mývatn, Iceland
 
Tímalengd:  12 klukkutímar

BOOK NOW