Askja og Herðubreiðarlindir!
Kæru gestir,
Sumarið 2025 höfum við opnað fyrir bókanir suma dagana en ef þú vilt bóka þá daga sem eru lokaðir þá geturðu sent okkur tölvupóst á myvatntours@gmail.com
Svo er líka hægt að senda okkur póst ef þú vilt skrá þig á biðlista ef við getum farið snemma upp í Öskju ef færð og opnun vegi leyfir
Við gætum þurft að sameina bókanir frá mismunandi dögum til þess að ná lágmarksfjölda. Þ.e. þú bókar kannski á þriðjudegi en við gætum þurft að færa ferðina til miðvikudags. Við minnum einnig á að þú getur líka alltaf fært bókunina þína eftir þínum þörfum eða fengið inneignarnótu. Ef við þurfum að færa bókunina þína og sérð ekki fram á að komast með okkur að þá endugreiðum við ferðina.
Ef að þið eruð fleiri en 6 saman í hóp og það lítur út fyrir að það sé lokað hjá okkur þá dagsetningu sem að þið óskið þess að fara í Öskju, hafið beint samband við okkur og við finnum lausn á því.
Pantið ferðina í gegnum netfangið okkar myvatntours@gmail.com eða hringið í okkur 861-1920.
Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið.
Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda.
Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil.
Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.
Vinsamlegast takið með:
1) Hlý föt og góða skó, þar sem veðrið á hálendinu er ófyrirsjáanlegt og getur breyst mjög skyndilega.
2) Mat fyrir daginn. Það eru engar búðir eða veitingastaðir á leiðinni.
3) Handklæði ef þið viljið baða ykkur í Víti (ef aðstæður leyfa).
4) Athugið að það gæti þurft að ganga í snjó frá bílastæðinu í Öskju að Öskjuvatni, svo það er betra að vera með góða skó og auka hlý föt.